Barnaheimilið

SANNSÖGULEG BÓK

Barnaheimilið í Tennessee

Skáldsagan Áður en við urðum þín, eftir rithöfundinn og fyrrum blaðakonuna Lisa Wingate, er byggð á raunverulegu barnaheimili sem var í borginni Memphis í Tennessee, í suðurhluta Bandaríkjanna. Barnaheimilið, Tennessee Children’s Home Society, var rekið í um 30 ár og var ekki gert að loka fyrr en árið 1950. Fólk sem hafði verið vistað á heimilinu sem börn, gaf höfundi bókarinnar leyfi til að nota sínar frásagnir í bókinni.

En þótt umfjöllunarefnið sé átakanlegt, er bókin fallega skrifuð og skilur að lokum eftir sig ljúfsára tilfinningu. Sagan minnir okkur jafnframt á að vera vakandi yfir öllu sem snýr að málefnum barna og verndun þeirra.

Barnaheimilið í Tennessee – Heimili „frú Murphy“ í skáldsögunni en nafn hennar er skáldað. Nafn forstöðukonunnar, Georgia Tann, er raunverulegt nafn konunnar sem bar ábyrgð á vistheimilinu og ættleiðingunum.

Talið er að um 5.000 börnum hafi verið rænt af forstöðukonunni, Georgia Tann, og neti fólks sem starfaði fyrir hana, þar á meðal læknum, lögreglu og félagsráðgjöfum. Börnunum var rænt frá fátækum foreldrum og gögn fölsuð þar sem nöfnum og fæðingardögum barnanna var breytt til að fela slóðina. Þau voru síðan flest ættleidd af ríku og valdamiklu fólki, aðallega í New York og Los Angeles. En vegna slæmrar meðferðar á vistheimilinu enduðu óhugnanlega mörg þeirra ævi sína þar.

Börn á Barnaheimilinu í Tennessee, í borginni Memphis

Vatnasígaunarnir

Foss-börnin og húsbáturinn Arcadia urðu til úr frjókorni hugans og gruggugu vatni Mississippi-árinnar. Þó svo að Rill og systkini hennar séu aðeins til á síðum skáldsögunnar, endurspeglar reynsla þeirra frásagnir barnanna sem voru tekin frá fjölskyldum sínum á árunum 1920 til 1950.

Fjölskyldurnar á þessum myndum gætu verið fjölskyldan sem við kynnumst í bókinni Áður en við urðum þín. Eins og sjá má líkjast húsbátarnir meira fljótandi kofum en bátum. Þessi fjölskylda líkist mjög Foss-fjölskyldunni.

Ættleiðingar

Börnin auglýst

Sannleikurinn um Georgiu Tann og útibú Barnaheimilisins í Tennessee í Memphis er furðuleg og dapurleg þversögn. Það leikur lítill vafi á að samtökin björguðu mörgum börnum frá ömurlegum og hættulegum aðstæðum, eða einfaldlega tóku á móti börnum sem voru óvelkomin og komu þeim fyrir á ástríkum heimilum. Það leikur líka lítill vafi á að ótalmörg börn voru tekin frá ástríkum foreldrum án ástæðu eða réttlátrar málsmeðferðar og blóðfjölskyldur þeirra, sem voru bugaðar af sorg, sáu þau aldrei framar.

Myndin er raunveruleg auglýsing frá barnaheimilinu; börn auglýst sem jólagjöf.

Almennir borgarbúar í Memphis vissu af störfum Georgiu Tann, þrátt fyrir að hafa ekki vitað hvaða aðferðum hún beitti. Árum saman fylgdust borgarbúar með blaðaauglýsingum með myndum af yndislegum ungbörnum og börnum, með texta undir þar sem stóð: Þín fyrir uppsett verð,“ „Langar þig í alvöru, lifandi jólagjöf?og George langar í boltaleik en hann vantar pabba.

Hollywood

Hollywood-leikkonan Joan Crawford var ein þeirra frægu sem ættleiddu tvíbura frá barnaheimilinu sem er lýst í bókinni. Umsókn hennar um að ættleiða barn í Kaliforníufylki hafði verið synjað af einhverjum ástæðum, svo hún fór aðrar leiðir. Hún ættleiddi alls 5 börn, þar af tvíburasystur árið 1947, af Barnaheimilinu í Tennessee. Elsta dóttir Joan Crawford skrifaði síðar bók um andlegt og líkamlegt ofbeldi sem hún og systkini hennar urðu fyrir af hálfu móður sinnar. Ef til vill muna einhverjir eftir kvikmyndinni sem var gerð eftir þeirri bók, Mommie Dearest.

Leikkonurnar Joan Crawford og June Allyson með dætrum sínum

Fólk sem ættleiddi börn af barnaheimilinu grunaði ekki að eitthvað vafasamt væri við það.

Fleira frægt fólk sem ættleiddi börn af barnaheimilinu var meðal annars Hollywood-leikaraparið June Allyson og Dick Powell; og leikkonan Lana Turner (á myndinni ásamt dóttur sinni). Ríkisstjóri New York, Herbert Lehman, og eiginkona hans ættleiddu stelpu af heimilinu. Þegar hann var ríkisstjóri, skrifaði hann undir lög um að fæðingarvottorð ættleiddra barna í New York yrðu innsigluð, en Georgia Tann er ein helsta ástæða þess að ættleiðingargögn víða um heim eru innsigluð í dag.

Ekki er vitað hvort þessum börnum hafði verið rænt eða hvort þau voru í raun og veru munaðarlaus.

Forstöðukonan

Georgia Tann var hyllt sem „Móðir nútíma ættleiðinga“ og veitti jafnvel Eleanor Roosevelt, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, ráðgjöf um barnaverndarmál. Í augum almennings var Georgia Tann einfaldlega virðuleg, velviljuð kona sem helgaði líf sitt því að bjarga börnum í neyð.
En raunin var sú að Georgia Tann var barnaræningi og barnaníðingur, samkvæmt frásögnum fórnarlamba hennar. Yfirvöld telja að hún hafi borið ábyrgð á dauða allt að 500 barna. Hún lést af völdum krabbameins fáeinum dögum eftir að svört skýrsla um barnaheimili hennar var opinberuð og var því aldrei dæmd fyrir glæpi sína.

SÖGUSVIÐIÐ

Plöntur og staðir

Borgin Memphis liggur við Mississippi-ána sem kemur einnig mikið við sögu í bókinni. Í gegnum sögu vatnasígaunanna fáum við að kynnast ævintýralegu lífi þeirra á ánni. Við lestur bókarinnar gæti lesanda langað til að leita að einhverjum af þeim fjölmörgu plöntuheitum sem koma fyrir í sögunni, eins og sýprushnjám, bláregni, klifurrót, alparósum; eða stöðum eins og Edisto, Savannah, og Aiken.

Bláregn
Sýprushné
Memphis um svipað leyti og fyrri hluti sögunnar gerist (1939)
Edisto-eyja