Bækur
Áður en við urðum þín

Í þessari áhrifamiklu skáldsögu verður átakanlegt óréttlæti til þess að líf tveggja fjölskyldna breytist til frambúðar. Ógleymanleg saga um fjölskyldur, systur og leyndarmál.
Byggð á sönnum atburðum.
Memphis, 1939. — Hin tólf ára gamla Rill Foss og fjögur yngri systkini hennar lifa ævintýralegu lífi um borð í húsbáti foreldra sinna á Mississippi-ánni. En þegar faðir þeirra fer í flýti með móður þeirra á sjúkrahús eitt óveðurskvöld, þarf Rill að vera eftir og passa systkini sín — allt þar til ógnvekjandi menn mæta á staðinn. Börnunum er kippt burt frá öllu sem þau þekkja, komið fyrir á barnavistheimili og talin trú um að þau muni bráðum hitta foreldra sína á ný. En fljótlega átta þau sig á bitrum sannleikanum.
Aiken, Suður-Karólínu, nútíminn. — Avery Stafford er fædd inn í volduga og ríka fjölskyldu og virðist hafa allt sem hugurinn girnist; farsælan frama sem saksóknari, myndarlegan unnusta og væntanlegt brúðkaup. En þegar Avery snýr aftur heim til að hjálpa föður sínum að ná betri heilsu, verður óvæntur fundur til þess að hún situr eftir með óþægilegar spurningar og finnur sig knúna til að skoða fjölskyldusögu sína betur.
Forsagan
Bókin er byggð á einu stærsta hneykslismáli sem upp hefur komið í Bandaríkjunum, þar sem forstöðukona ættleiðingarstofnunar rændi börnum frá fátækum foreldrum og seldi þau til ættleiðingar til ríkra fjölskyldna víðs vegar um Bandaríkin.
Frásögn Lisu Wingate er spennandi, átakanleg en að lokum upplífgandi og hún minnir okkur á, að jafnvel þótt leiðir okkar liggi til margra ólíkra staða, gleymir hjartað aldrei hvaðan það kom.
Í skjóli nætur (Á morgun-serían #2)

Í skjóli nætur er æsispennandi framhald sögunnar Á morgun, þegar stríðið hófst, um hóp unglinga sem er fyrirvaralaust staddur á miðju stríðssvæði. Þau munu aldrei gefast upp. Ekki átakalaust. En stundum er hugrekkið of dýru verði keypt.
Einhvers staðar í óbyggðunum eru Ellie og vinir hennar í felum. Það hefur verið ráðist inn í landið þeirra. Fjölskyldur þeirra og vinir eru fangar. Veröld þeirra hefur umturnast á einni nóttu. Og nú hefur vinahópurinn tvístrast. Tvö þeirra hafa lent í höndum óvinanna.
Nokkur úr hópnum fara í könnunarleiðangur og finna annan uppreisnarflokk sem er að berjast við óvinina – en hver eru þau og er þeim treystandi?
John Marsden er ástralskur rithöfundur og kennari. Á morgun serían var skrifuð með það í huga að auka lesskilning og lestraráhuga, og hefur hlotið fjölmörg verðlaun. Serían er í dag vinsælasti ungmenna-bókaflokkur í Ástralíu.
Fyrir unglinga og ungmenni (12-18 ára).
Á morgun, þegar stríðið hófst (Á morgun-serían #1)

Ellie og vinir hennar ákveða að fara í útilegu í óbyggðum Ástralíu, djúpt ofan í gili sem kallast Víti. Þegar þau snúa aftur heim viku seinna komast þau að því að óvinaher hefur ráðist
inn í landið og fjölskyldur þeirra eru horfnar. Vinahópurinn þarf að taka erfiða ákvörðun: Þau geta flúið aftur upp í fjöllin eða gefist upp. Eða barist á móti.
John Marsden er ástralskur rithöfundur og kennari. Honum fannst mikil þörf vera á bókum sem höfðuðu til unglingsstráka, sem honum fannst ekki ná jafngóðum árangri í lestri og stelpur. Hann ákvað því að skrifa bókaflokkinn Á morgun-serían. Bækurnar eru gagngert skrifaðar með það
í huga að auka lesskilning, orðaforða og lestraráhuga drengja en henta öllum kynjum. Söguhetjan, Ellie, er jafnframt sterk fyrirmynd stelpna.
Á morgun-serían hefur hlotið fjölmörg verðlaun og er í dag vinsælasti bókaflokkur sem hefur verið skrifaður fyrir unglinga og ungmenni í Ástralíu.
Borðaðu froskinn – Tímastjórnun

„Borðaðu froskinn er ein af mínum uppáhaldsbókum sem ég reyni að kíkja reglulega í. Bókin er alþjóðleg metsölubók eftir Brian Tracy og er lýsing á 21 leið til að hætta að fresta og afkasta meiru á styttri tíma, eins og stendur á forsíðunni.
Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar
Mæli með þessari bók fyrir alla!“
Þessi bók getur gjörbreytt lífi þínu, en hún sér til þess að þú náir að klára fleiri mikilvæg verkefni – í dag!
Það er einfaldlega ekki nægur tími til að gera allt sem er á verkefnalistanum okkar – og það verður það aldrei. Árangursríkt fólk reynir ekki að gera allt. Það lærir að fókusa á mikilvægustu verkefnin og ganga úr skugga um að þeim sé lokið. Þau borða froskana sína.
Borðaðu froskinn! sýnir þér hvernig á að skipuleggja hvern dag svo þú getir miðað út þessi veigamiklu verkefni og lokið þeim á skilvirkan og árangursríkan hátt.


