Þvoðu þér í framan stelpa!
Þvoðu þér í framan stelpa: Hættu að trúa lygunum um hver þú ert svo þú getir orðið sú sem þér var ætlað að verða

Þvoðu þér í framan stelpa: Hættu að trúa lygunum um hver þú ert svo þú getir orðið sú sem þér var ætlað að verða

Venjulegt verð 2.990 kr Tilboð

Finnst þér stundum eins og allir séu með líf sitt á hreinu nema þú? Ef þú svaraðir því játandi þá vill Rachel Hollis segja þér svolítið: Það er lygi.

Þessi bók er skrifuð fyrir ungar konur sem eru að reyna að halda öllum boltum á lofti, með misjöfnum árangri. Hvort sem það tengist fjölskyldulífinu, fyrirtækjarekstri eða allt í bland, þá er Rachel Hollis með reynslusögu fyrir þig.

Munið þið eftir bandarísku mömmunni sem varð fræg fyrir nokkrum árum fyrir að birta bikinímynd af sér með slitför á maganum? Það var Rachel Hollis.

Rachel fjallar um streituna sem fylgir nútímasamfélagi og kemur með góð ráð til að hjálpa konum að draga aðeins úr kröfunum á sjálfar sig.

Rachel er stofnandi lífsstílsvefsíðunnar TheChicSite.com og hefur byggt upp gríðarstórt netsamfélag með því að deila ráðum um það hvernig hægt er að bæta líf sitt, um leið og hún sýnir óreiðuna í eigin lífi. Þessi bók er bæði ögrandi og upplífgandi en í henni flettir Rachel ofan af tuttugu lygum og rangtúlkunum sem koma of oft í veg fyrir að við lifum gleðiríku og afkastamiklu lífi; lygar sem við höfum sagt sjálfum okkur svo oft að við erum hættar að heyra þær. 

Með átakanlegri hreinskilni og óttalausum húmor fer Rachel yfir blekkingarnar sem fengu hana einu sinni til að finnast hún útkeyrð og einskisverð, og sýnir sérstakar æfingar sem hjálpuðu henni að sigrast á þeim. Í leiðinni hvetur hún, skemmtir og gefur jafnvel smá spark í rassinn, til að sannfæra þig um að þú gerir allt sem í þínu valdi stendur til að verða sönn og verða lífsglaða, sjálfsörugga konan sem þér var ætlað að verða. 

Bók sem allar ungar konur og mömmur þeirra VERÐA að lesa! 

Ein af mest seldu bókum Amazon og Audible 2018 + 2019. 

#1 Á METSÖLULISTA NEW YORK TIMES 

 

Lygar:

Nei er lokasvar
Ég er léleg í rúminu
Ég kann ekki að vera mamma
Ég er ekki góð mamma
Ég ætti að vera búin að ná lengra
Börn annarra eru miklu snyrtilegri/skipulagðari/kurteisari
Ég þarf að láta fara minna fyrir mér
Ég ætla að giftast Matt Damon
Ég er hræðilegur rithöfundur
Ég kemst aldrei í gegnum þetta
Ég get ekki sagt sannleikann
Þyngd mín skilgreinir mig
Ég þarf að fá mér í glas
Það er bara ein rétt leið til að lifa
Mig vantar hetju

Stikkorð: Sjálfshjálp, foreldrahlutverkið, ættleiðing, fósturforeldrar, fósturbörn, uppeldi, mammviskubit, streita, drykkja, hjónaband, kynlíf, markmið, frumkvöðlastarf, þjálfun fyrir maraþon, Matt Damon. 

VEGNA KÓRÓNAVEIRU: Eymundsson og Heimkaup bjóða upp á heimsendingu.

Bókin fæst líka í eftirfarandi verslunum:

  
     

 

Hljóðbók á Storytel. Þvoðu þér í framan stelpa er ein af vinsælustu bókum Storytel á Íslandi.

Íslendingar erlendis geta einnig pantað kilju í gegnum Amazon.

 

Um höfundinn

Rachel Hollis er metsöluhöfundur, sjónvarpsstjarna, eftirsóttur fyrirlesari, og stofnandi og forstjóri Chic Media sem er leiðandi áhrifavaldur í stafrænu efni fyrir konur. Rachel var valin ein af „30 helstu frumkvöðlum undir þrítugu“ hjá Inc. Magazine. 

Með óbilandi trú og þrautseigju sýnir Þvoðu þér í framan stelpa þér hvernig þú getur lifað með ástríðu og daglegu stressi — og hvernig þú getur leyft þér að slaka á án þess að gefast upp.

 

MEÐMÆLI MEÐ Þvoðu þér í framan stelpa

„Ef Rachel Hollis segir þér að þvo þér í framan, þá skrúfar þú frá krananum! Hún er mentorinn sem allar konur þurfa, frá nýjum mömmum til veraldarvanra kvenna í viðskiptalífinu.“

—ANNA TODD, höfundur After-seríunnar.

 

„Það eru ekki nógu margir kvenleiðtogar að segja konum að LÁTA VAÐA. Venjulega fáum við umhyggjusömu konuna; við fáum sjaldan boot camp leiðbeinandann. Rachel segir okkur vingjarnlega en ákveðið að það sé kominn tími til að hætta að eltast við skottið á okkur og halda áfram að lifa villta og dýrmæta lífinu okkar. Þvoðu þér í framan stelpa er stór skammtur af hreinskilni sem spýtir manni út hinum megin eltandi drauma sem maður hafði gefið upp á bátinn fyrir löngu síðan. Elska þessa stelpu.“

—JEN HATMAKER, New York Times metsöluhöfundur bókanna For the Love og Of Mess and Moxie og hamingjusamur gestgjafi milljóna netáhorfenda

 

Höfundur Rachel Hollis.

Þýðandi: Berglind Baldursdóttir.

Frí heimsending.

Bókin heitir á frummálinu Girl, wash your face.