Borðaðu froskinn! 21 frábær leið til að hætta að fresta
Borðaðu froskinn! 21 frábær leið til að hætta að fresta

Borðaðu froskinn! 21 frábær leið til að hætta að fresta

Venjulegt verð 2.390 kr Tilboð

HÆTTU AÐ FRESTA

OG NÁÐU AÐ KLÁRA MEIRA AF MIKILVÆGU HLUTUNUM – Í DAG!

Eru verkefnin að verða yfirþyrmandi?

Bókin nýtist m.a. við; frestunaráráttu, kulnun, tímastjórnun, streitu, vinnuálagi og markmiðasetningu.

Bókin fjallar í grunninn um tímastjórnun og leiðir til að sigrast á frestunaráráttu en aðferðirnar sem eru kenndar í bókinni nýtast líka við að koma í veg fyrir og byggja sig upp eftir kulnun. Þessar aðferðir þjálfa fólk í að tileinka sér nýjar venjur og brjóta upp gamalt mynstur sem er einmitt oft orsök kulnunar. Það er þekkt að fólk getur brunnið út oftar en einu sinni en það er einmitt vegna þess að fólk breytir ekki lífsmunstri sínu, sem leiðir til sjúklegrar streitu.
Í bókinni er líka kennd markmiðasetning og hvernig hægt er að auka afköst án þess að auka álag eða streitu.

Það er einfaldlega ekki nægur tími til að gera allt á verkefnalistanum okkar – og það verður það aldrei. Árangursríkt fólk reynir ekki að gera allt. Það lærir að fókusa á mikilvægustu verkefnin og ganga úr skugga um að þeim sé lokið. Þau borða froskana sína.

Gamalt máltæki segir að ef það fyrsta sem þú gerir á hverjum morgni sé að borða lifandi frosk, getirðu farið út í daginn með ánægjuna af að vita að það versta sem þú lendir í þann daginn sé yfirstaðið. Hjá Brian Tracy er það að borða frosk myndlíking fyrir að tækla það verkefni sem er þín mesta áskorun – en líka það sem getur haft hvað mest jákvæð áhrif á líf þitt. Borðaðu froskinn! sýnir þér hvernig á að skipuleggja hvern dag svo þú getir miðað út þessi veigamiklu verkefni og lokið þeim á skilvirkan og árangursríkan hátt.

Síðan bókin kom fyrst út á ensku fyrir nærri 20 árum, hefur hún verið ein söluhæsta bókin um tímastjórnun og frestunaráráttu. Í þessari uppfærðu útgáfu, hefur Brian bætt við tveimur köflum. Sá fyrri útskýrir hvernig þú getur notað tækni til að minna þig á hvað er mikilvægast og varið þig gegn því sem hefur minna vægi. Seinni kaflinn er með góð ráð til að halda einbeitingunni, nú á tímum endalausra truflana, rafrænna og annarra.

En eitt hefur ekki breyst: Brian Tracy kemur sér beint að efninu varðandi hvað er nauðsynlegt fyrir árangursríka tímastjórnun: ákvörðun, ábyrgðartilfinning og ákveðni.

Þessi bók getur gjörbreytt lífi þínu, en hún sér til þess að þú náir að klára fleiri mikilvæg verkefni – í dag!

Bókin kennir m.a. eftirfarandi:
Tímastjórnun
Skipulagningu
Jákvæða sálfræði
Markmiðasetningu
Viðbrögð við mótlæti
Að sigrast á frestunaráráttu
Að stjórna áreiti frá snjalltækjum, tölvupóstum o.þ.h.

Brian Tracy er stjórnarformaður og forstjóri Brian Tracy International. Sem lykilræðumaður og námskeiðshaldari heldur hann fyrirlestra fyrir yfir 250.000 manns á hverju ári. Hann er metsöluhöfundur meira en 80 bóka sem hafa verið þýddar á yfir 40 tungumál. Hann hefur starfað sem ráðgjafi og þjálfari yfir 1.000 stórfyrirtækja og yfir 10.000 meðalstórra fyrirtækja í meira en 75 löndum.

Þýðandi: Berglind Baldursdóttir. 

Bókin er prófarkalesin af íslenskufræðingi.

-------------------------------------------------------

FRÍ heimsending innanlands.

-------------------------------------------------------

Bókin fæst líka í eftirfarandi verslunum: 

    

 

 

Meira Lof fyrir Borðaðu Froskinn!

„AÐVÖRUN: Þessi bók mun hafa djúp áhrif á vinnuaðferðir þínar og þann árangur sem þú munt ná. Borðaðu Froskinn! storkar vinnuaðferðum þínum, hún útskýrir sjálfsagann sem þarf til að ná árangri og nær ákveðið að rót þess vanda sem er ástæðan fyrir því að fólk frestar hlutum. Svo útskýrir hún á auðveldan hátt hvernig þú getur aukið afköst í eitt skipti fyrir öll.“

—Micro Business Hub

„Ef þér finnst frestunarárátta vera stöðugt vandamál í þínu lífi, býður Borðaðu Froskinn! upp á hnitmiðað og gagnlegt safn af lausnum til að prófa. Ástæðurnar fyrir því að hver og einn frestar eru mismunandi, svo það er gott að lausnir Brian Tracy eru nokkuð fjölbreyttar og ráðast á mismunandi svið frestunaráráttu.“

—The Simple Dollar

„Borðaðu  Froskinn!  er uppáhaldsbókin mín um afkastagetu og ég les hana oft aftur í janúar til að minna mig á agann og æfingarnar sem ég vil fylgja á komandi ári. Í hvert sinn sem ég les bókina finn ég nýja gullmola um afkastagetu.“

—Liz Gooster, Change for the Better

„Allir hafa frosk og að borða þann frosk er það besta sem þú getur gert til að hætta frestunaráráttu. Frestunarárátta er tímaþjófur og Brian Tracy er með leið til að komast yfir froskinn á skemmtilegan hátt. Hver kafli býður upp á nýja hugmynd, ráð, og aðferð sem mun hjálpa þér að yfirstíga þessa innri leti sem heldur þér í sófanum á kvöldin í staðinn fyrir ræktinni.“

—Peanut Press

„Borðaðu Froskinn!, lítil í blaðsíðum talið en risastór í innihaldi, býður upp á lækningu gegn nútíma lífi: Frestunaráráttu. Jafnvel þótt lyfin hljómi sársaukafull (svipað og ganga um óbyggðirnar), þá eru þau það ekki. Rétt eins og þú, þá hef ég lesið skrilljón bækur – og oftast man ég ekkert af því sem ég var að lesa. En ekki með þessa. Ég borða froska á hverjum degi og líður betur af því! Ég get ekki mælt nógu mikið með Borðaðu Froskinn!“

—Corinna Richards, The Coaching Academy

„Þessi bók gaf mér það spark í rassinn sem ég þurfti til að koma skipulagi á framkvæmdalistana mína, plana dagana, auka afköstin og ná fókus.“

—Beth Anne Schwamberger, Brilliant Business Moms