Um höfundinn & bókaflokkinn
John Marsden er ástralskur rithöfundur og kennari. Honum fannst mikil þörf vera á bókum sem höfðuðu til unglingsstráka, sem honum fannst ekki ná jafngóðum árangri í lestri og stelpur. Hann ákvað því að skrifa bókaflokkinn Á morgun-serían. Bækurnar henta strákum og stelpum.
Bækurnar eru mjög spennandi og lesendur gætu eignast sínar uppáhalds sögupersónur í þessari framhaldssögu, sem verður í 7 hlutum. Bækurnar munu koma út með stuttu millibili. Bók nr. 2, Í skjóli nætur, er væntanleg í mars 2021.
Á morgun, þegar stríðið hófst er fyrsta ungmennabókin frá Bergmál.
Letrið í bókinni var sérstaklega valið með tilliti til lesblindra og þeirra sem eiga erfitt með að lesa þéttan texta.
|