Á morgun-serían #1 - Á morgun, þegar stríðið hófst
Á morgun-serían #1 - Á morgun, þegar stríðið hófst
Á morgun-serían #1 - Á morgun, þegar stríðið hófst

Á morgun-serían #1 - Á morgun, þegar stríðið hófst

Venjulegt verð 3.695 kr Tilboð

Spennusagan Á morgun-serían eftir John Marsden hefur hlotið fjölmörg verðlaun og er í dag vinsælasti bókaflokkur sem hefur verið skrifaður fyrir unglinga og ungmenni í Ástralíu.
Ellie og vinir hennar ákveða að fara í útilegu í óbyggðum Ástralíu, djúpt ofan í gili sem kallast Víti. Þegar þau snúa aftur heim viku seinna komast þau að því að óvinaher hefur ráðist inn í landið og fjölskyldur þeirra eru horfnar.

Vinahópurinn þarf að taka erfiða ákvörðun: Þau geta flúið aftur upp í fjöllin eða gefist upp. Eða barist á móti.

Þau hafa enga utanaðkomandi aðstoð, einu vopn þeirra eru hugrekki og helsti styrkur þeirra er vináttan.

Bók #1 af 7

Frí heimsending um allt land

 Umsagnir

„Hörkuspennandi saga sem byrjar með hvelli og endar of snemma.“ - Lestrarklefinn

Um höfundinn & bókaflokkinn

John Marsden er ástralskur grunnskólakennari og rithöfundur sem hefur kennt börnum og unglingum í áratugi. Honum fannst mikil þörf vera á bókum sem höfðuðu til unglingsstráka, því honum fannst þeir ekki ná jafnmiklum árangri í lestri og stelpur. Hann ákvað því að skrifa bókaflokkinn Á morgun-serían, sem telur 7 bækur.
Bækurnar eru gagngert skrifaðar með það í huga að auka lesskilning og lestraráhuga drengja en bækurnar henta öllum kynjum. 

Bækurnar eru sérstaklega skrifaðar fyrir ungmenni til að ýta undir lestraráhuga, lesskilning og orðaforða. Fyrir 13 ára og eldri.

369 blaðsíður.

Bókin fæst einnig í eftirfarandi verslunum:

Eymundsson

Forlagið

Bóksala stúdenta

Nexus

Mál og menning

Námsefni fyrir kennara

Til að fá aðgang að námsefni; vinsamlegast sendið póst á sala@bergmalutgafa.is.

Bækurnar og námsefnið hentar 6.-10. bekk og 1.-2. ári í framhaldsskóla. Meðal efnis eru kaflaspurningar, þrautir og ritgerðaspurningar með mismunandi erfiðleikastigi.

Meðal verðlauna sem Á morgun-serían hefur hlotið eru:

  • Australian Multicultural Children's Book Award
  • Fanfare Horn Book Best Book
  • KOALA (Kids Own Australian Literature Awards)
  • YABBA (Young Australian Best Book Award)
  • BILBY Awards (Books I Love Best Yearly)
  • New South Wales Talking Book Award
  • WAYRBA (West Australian Young Readers' Books Award)
  • CBCA Children's Book of the Year Award: Older Readers
  • Australia's favorite Australian book in Get Reading's Australia's Top 100 Favourite Homegrown Reads poll, 2013