Á morgun-serían

Fyrsta bókin í bókaflokknum Á morgun-serían, eftir ástralska rithöfundinn og kennarann John Marsden, kom út á íslensku í desember 2020. Hér eru ýmsar áhugaverðar upplýsingar um bækurnar, sögusviðið, áströlsk dýr, sögupersónurnar og fleira. 

Sögusvið bókarinnar er byggt á raunverulegum stöðum í Ástralíu þótt heiti staðanna séu skálduð.

Víti er nokkuð nákvæm lýsing á Terrible Hollow í áströlsku Ölpunum, nálægt Howittfjalli í Viktoríufylki. Litlir klettar, eins og tröppur, liggja niður í dalinn og eru þekktir sem Devil’s Staircase (Stigi djöfulsins), eða það sem lesendur kannast við sem Tröppur Satans. Tailor’s Stitch (Saumur klæðskerans) er Crosscut Saw, langt klettabelti sem liggur marga kílómetra frá Howitt-fjalli að Speculation-fjalli, gegnum Big Hill og Buggery-fjall. Það er almenn þekking meðal íbúa svæðisins að einbúi hafi búið í eða í kringum Howitt-fjall og Terrible Hollow árum saman.

 

Víti

Á morgun, þegar stríðið hófst-óbyggðir Ástralíu

Tröppur Satans

Tailor's Stitch klettahryggurinn fyrir ofan Víti

Perúpipartré er sem betur fer nógu stórt til að fela jeppa fyrir herþyrlum


Áströlsk dýr í bókinni Á morgun, þegar stríðið hófst

Eitt af dýrunum sem er rætt um í fyrstu bókinni er vambi, sem lítur eiginlega út eins og risavaxinn hamstur. Enska heitið á þessu litla krútti er wombat.

Vambar verða um 1 metri á lengd og 20-35 kg. Þeir geta náð 40 kílómetra hraða. Nýlega var birt áhugaverð rannsókn þar sem rannsóknarefnið var kubbslaga kúkur vambans. Kubbaformið, eða kassalaga formið, hefur lengi verið ráðgáta en nú hafa vísindamenn komist að því hvers vegna lögunin er svona óvenjuleg. Þetta gerist sem sagt inni í þörmum vambanna. Þessi frétt birtist á mbl og hér er hægt að lesa meira um hana.

Vambi

Langar ykkur að vita meira um bækurnar? Sendið okkur endilega póst á sala@bergmalutgafa.is og nefnið stað, hlut eða annað sem þið viljið vita meira um.